Vottun greiðslukerfa

Vottun greiðslukerfa 

Greiðsluveitan sinnir úttektum á kerfum sem móttaka greiðslukort og takmarkast við þau kerfi þar sem samskipti milli kerfis kaupmanns og færsluhirðis  fara í gegnum RÁS-kerfi Greiðsluveitunnar ehf. Þetta á við um posa, kassa-/ afgreiðslukerfi, sjálfsala, vefsíður eða önnur þau kerfi sem framkvæma rafrænar greiðslukortafærslur.Úttektin nær til eftirfarandi:

 • Greiðslukortahluta viðkomandi kerfis og takmarkast við þann hluta.  Undir hann falla hefðbundnar aðgerðir í posa eða kerfi s.s. sala, endurgreiðsla, kvittanir, móttaka korta o.s.frv. Að færsluskil séu í samræmi við þá samskipta- og aðgerðarstaðla sem eru notaðir í kerfum Greiðsluveitunnar.

Úttektin nær ekki til eftirfarandi:

 • Öryggiskröfur samkvæmt PCI-DSS og PA-DSS staðlinum. Nauðsynlegt er að framleiðandi greiðslukortakerfis hafi kynnt sér viðeigandi staðal/la og taki fullt mið af þeim til samræmis við tegund eða virkni viðkomandi kerfis til einföldunar á upptöku staðalsins/-ana hjá kaupmanni.    

  Nánari upplýsingar hjá færsluhirðum, Borgun Valitor og kortaoryggi.is.
 • Ef um er að ræða búnað sem les örgjörva þarf hann auk úttektar Greiðsluveitunnar að hafa farið í gegnum VISA, MasterCard og/ eða American Express vottun hjá viðkomandi færsluhirði. Nánari upplýsingar hjá færsluhirðum.

Áður en úttekt getur hafist þurfa eftirfarandi atriði að vera til staðar:

 • Virkni og útlit kerfisins að vera eins og það kemur til með að virka við uppsetningu.
 • Kerfið þarf ávallt að hringja inn eftir heimild (on-line) í samræmi við áhættustýringu.
 •  Færslumiðlari (ef við á) þarf að vera upplýstur um úttekt.
 • Kerfið skal vera uppsett með prófunarsamningsnúmerum:*
 • Nýtt bunkanúmer hafi verið stofnað.

Áður vottað kerfi:

 • Ef ný uppfærsla greiðslumiðlunarkerfis er sett upp hjá söluaðila þarf kerfið að fara í gegnum úttekt hjá Greiðsluveitunni áður en það fer í notkun.

Athugið:

 • Panta þarf úttekt tímanlega. Nauðsynlegt er að reikna með nægum tíma þegar uppsetningartími er áætlaður þar sem er ekki óalgengt að úttekt þurfi að gera oftar en einu sinni.

* í samvinnu við færslumiðla/þjónustuaðila

 

 Gjaldskrá

Sækja um úttekt.