Úttektir

Allar úttektir

Tímagjald án vsk. 12.500 

Allar úttektir eru unnar í tímavinnu þar sem tímar eru skráðir á vinnu við úttekt, ferðir til/frá úttektarstað, vinnu við yfirferð gagna frá úttekt og gerð skýrslu í kjölfarið.  Þá er gjaldfært fyrir undirbúning fyrir úttekt og útgáfu yfirlýsinga og vottunar að lágmarki 1 klst. 

Ekki er rukkað fyrir minna en tvo tíma í hvert sinn þegar mætt er á staðinn.

Sérákvæði fyrir úttektir á Internet síðum

Internet síða fast verð 37.500 án vsk. (3 tímar)

Gjaldið er miðað við úttekt á tiltölulega staðlaðri internetsíðu þar sem korthafi velur sér vöru (t.d. í körfu) og greiðir fyrir hana.  Miðað er við að einu sinni þurfi að gera úttekt á síðunni og að hún sé villulaus.  Ef  leggja þarf frekari vinnu í úttekt á síðunni vegna villna er sú vinna unnin á tímagjaldi sem leggst ofan á fastagjaldið.  Ef ekki er um tiltölulega hefðbundna síðu að ræða er úttektin unnin í tímavinnu.  

Innifalin er vinna við undirbúning fyrir úttekt, úttekt, yfirferð gagna, útgáfu yfirlýsingar við lok úttektar og vottunar í lok reynslutíma.

Greiðsluveitan áskilur sér rétt til breytinga á verðskrá.  Tilkynning um slíkt mun berast tímanlega til samstarfsaðila Greiðsluveitunnar (fyrirtæki sem reka búnað sem eru í beinum samskiptum við RÁS-kerfið).