Swift þjónustan

SWIFT-þjónustan sér um að koma SWIFT-greiðslufyrirmælum, SWIFT-tilkynningum og öðrum samskiptum sem leyfileg eru í kerfinu til erlendra og innlendra banka , sparisjóða og annarra fjármálafyrirtækja sem heimilt er samkvæmt reglum SWIFT að nota kerfið.

Kerfið sér um allt utanumhald sem tengist þessum samskiptum, s.s. á skeytum, útprentunum, dagbókum, öryggislyklum og notendum. Starfsfólk fjármálafyrirtækja getur unnið beint í kerfinu en einnig má tengja bakvinnslukerfi fjármálafyrirtækja við kerfið þannig að gögn flæði milli kerfa.

Kerfið er tvöfaldað, bæði netsambönd (símalínur) og netþjónar.

Greiðsluveitan hefur umsjón með rekstri gáttar inn á alþjóðlegt greiðslunet SWIFT.

Flest allar greiðslur landa á milli fara fram með aðstoð SWIFT netsins.

Nánar um Swift: www.swift.com

Umsókn um aðild að SWIFT.pdf

Swiftsamningur.pdf

Reglur um þáttöku í Swiftþjónustu Greiðsluveitunnar
  • Tengiliður kerfisins sem hægt er að hafa samband við vegna atriða sem varða Swiftþjónustuna, s.s. vegna almennrar upplýsingamiðlunar,  vegna samninga, heimilda, reglna, þjónustu við kerfið og annarra atriða er Logi Ragnarsson framkvæmdarstjóri logi@greidsluveitan.is Sími: 458 0000
  • Tengiliður kerfisins sem hægt er að hafa samband við komi upp vandamál tengd rekstri kerfisins er Ólafur Sigurðsson olafurs@greidsluveitan.is Sími 458-0007