Jöfnunarkerfið

Jöfnunarkerfið miðlar fjárhæðum þar sem einstakar færslur nema undir 10 m.kr. Kerfið er svokallað fjölhliða jöfnunar-/nettunarkerfi sem jafnar/nettar allar greiðslur sem fara á milli fjármálastofnananna og sendir þær til endanlegs uppgjörs í stórgreiðslukerfi. Greiðslur inn og út af reikningi þátttakenda (þ.e. fjármálafyrirtækja) eru jafnharðan lagðar saman (nettaðar) þannig að á hverjum tíma eru skuldastöður þátttakenda reiknaðar og loks núllstilltar við uppgjör í stórgreiðslukerfi. Þetta gerist fyrir og eftir lokun stórgreiðslukerfis. Greiðslur viðskiptavina banka og sparisjóða eru hins vegar gerðar upp þeirra á milli í rauntíma, þ.e. viðskiptavinir banka og sparisjóða fá aðgang að fjármununum áður en endanlegt uppgjör á sér stað í stórgreiðslukerfi.

Reglur um þátttöku í JK.pdf

Þáttökusamningur JK

Umsókn um aðild að jöfnunarkerfi.pdf

Núverandi þátttakendur eru:
Arion banki hf., Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Kvika banki hf., Landsbankinn hf., Seðlabanki Íslands, Sparisjóður Austurlands hf., Sparisjóður Höfðhverfinga ses., Sparisjóður Strandamanna ses., Sparisjóður Suður-Þingeyinga ses.

  • Tengiliður kerfisins sem hægt er að hafa samband við vegna atriða sem varða Jöfnunarkerfið, s.s. vegna almennrar upplýsingamiðlunar,  vegna samninga, heimilda, reglna, þjónustu við kerfið og annarra atriða er Logi Ragnarsson framkvæmdarstjóri logi@greidsluveitan.is Sími: 458 0000
  • Tengiliður kerfisins sem hægt er að hafa samband við komi upp vandamál tengd rekstri kerfisins er Ingibjörg Hulda Yngvadóttir hulda@greidslveitan.is Sími 458-0013
 Núverandi þátttakendur eru:
Arion banki hf., Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Kvika banki hf., Landsbankinn hf., Seðlabanki Íslands, Sparisjóður Austurlands hf., Sparisjóður Höfðhverfinga ses., Sparisjóður Strandamanna ses., Sparisjóður Suður-Þingeyinga ses.